Erlent

Skotum heimilt að koma á lágmarksverði á áfengi

Atli Ísleifsson skrifar
Samtök viskíframleiðanda, Scotch Whisky Association, hafa barist gegn slíkum reglum og sagt þær óskilvirkar og ólöglegar.
Samtök viskíframleiðanda, Scotch Whisky Association, hafa barist gegn slíkum reglum og sagt þær óskilvirkar og ólöglegar. Vísir/Getty
Skotland verður að öllum líkindum fyrsta land heimi til að koma á sérstöku lágmarksverði á áfengi. Lýðheilsusjónarmið liggja þar að baki en hæstiréttur Bretlands kvað upp dóm sinn í dag sem heimilar þetta.

Stjórnvöld í Skotlandi hafa lengi reynt að reynt að regluvæða verð á áfengi í landinu en hagsmunasamtök á borð við Samtök viskíframleiðanda, Scotch Whisky Association, hafa barist gegn slíkum reglum og sagt þær óskilvirkar og ólöglegar.

Hæstiréttur Bretlands telur hins vegar ekkert benda til að tillögur skoskra stjórnvalda stríði gegn breskum eða evrópskum lögum.

Samkvæmt reglunum má 70 sentilítra flaska með sterku áfendi ekki kosta minna en 13,13 pund, um 1.800 krónur, og 75 sentilítra léttvínsflasta (12,5%) ekki kosta minna en 4,69 pund, um 650 krónur. Þá mega fjórar 440 millilítra dósir af níu prósenta bjór ekki kosta minna en 7,92 pund, um 1.100 krónur, að því er fram kemur í frétt Sky News. Ekki liggur fyrir hvenær reglurnar taka gildi.

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra heimastjórnar Skota, fagnaði dómi Hæstaréttar í dag og sagði þetta nauðsynlegt skref til að bæta heilsu almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×