Erlent

Flugfélög á hausaveiðum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Arabísk flugfélög bjóða flugmönnum há laun.
NORDICPHOTOS/AFP
Arabísk flugfélög bjóða flugmönnum há laun. NORDICPHOTOS/AFP
Arabísku flugfélögin Qatar Airways og Emirates, sem fara ört stækkandi, sárvantar flugmenn. Þau reyna nú að lokka danska flugmenn til sín með háum greiðslum.

Samkvæmt frétt á vef Berlingske getur danskur flugmaður sem flytur til Sameinuðu arabísku furstadæmanna eða Katar þénað yfir eina milljón danskra króna á ári skattfrjálst eða um 16,5 milljónir íslenskra króna.

Fulltrúi félags danskra flugmanna segir danska flugmenn duglega og að mikil eftirspurn sé eftir þeim. Mörg hundruð danskir flugmenn séu við störf í fjölda landa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×