Erlent

Airbnb boðar takmarkanir á útleigu í París

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Koma á í veg fyrir brask með íbúðir í París. NORDICPHOTOS/AFP
Koma á í veg fyrir brask með íbúðir í París. NORDICPHOTOS/AFP Nordicphotos/AFP
Airbnb-heimagistingin hefur ákveðið að frá og með 2018 megi ekki leigja út heilar íbúðir í fjórum hverfum miðborgar Parísar lengur en í 120 nætur á ári. Ákvörðunin var tekin eftir að borgaryfirvöld höfðu margsinnis hert reglur um útleigu til þess að takmarka brask.

Í mörgum stórborgum Evrópu hafa braskarar keypt íbúðir miðsvæðis til þess að leigja ferðamönnum. Afleiðingarnar eru sagðar snarhækkun íbúðaverðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×