Erlent

Minnst fjórtán látnir í flóðum í Grikklandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gríðarlegt tjón er á svæðinu.
Gríðarlegt tjón er á svæðinu. Vísir/EPA
Minnst fjórtán manns hafa látist í miklum flóðum í Grikklandi síðustu daga í kjölfar steypiregns. Margir hinna látnu voru eldri borgarar sem fundust látnir á heimilum sínum.

Þeir bæir sem urðu verst úti voru Mandra, Nea Peramos og Megara, sem eru vestan við höfuðborgina Aþenu. Rauð leðja flæddi yfir vegi en bæirnir eru miklir iðnaðarbæir.

Minnst 13 til viðbótar hafa verið fluttir á sjúkrahús og enn er einhverra saknað.

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, ávarpaði þjóðina í sjónvarpsávarpi í dag og vottaði fjölskyldum hinna látnu samúð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×