Körfubolti

Brynjar orðinn stigahæsti KR-ingurinn í sögu úrvalsdeildar karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar Þór Björnsson. Vísir/Ernir
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, spilar í kvöld sinn fyrsta leik eftir að hann varð stigahæsti leikamður félagsins í sögu úrvalsdeild karla.

KR tekur þá á móti Haukum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en þessi leikur er í sjöundu umferð Domnio´s deild karla og hefst klukkan 19.15.

Brynjar bætti stigamet KR í úrvalsdeild karla í síðustu umferð þegar KR spilaði í Grindavík. Hann skoraði þá 16 stig en þurfti sjö stig til að bæta metið.

Brynjar er nú kominn með 3154 stig fyrir KR í úrvalsdeild karla en hér eru aðeins tekin með stig í deildarkeppninni.

Brynjar bætti met Guðna Guðnasonar sem skoraði á sínum tíma 3144 stig fyrir KR í úrvalsdeild karla.

Brynjar hafði áður tekið leikjametið af Guðna en Guðni lék alls 202 leiki fyrir KR í úrvalsdeild karla frá 1983 til 1994.

Brynjar mun leika sinn 242 leik fyrir KR í úrvalsdeildinni í kvöld sem þýðir að hann hefur skorað 13,1 stig að meðaltali í leik með KR-liðinu í úrvalsdeild karla.

Brynjar hefur skorað 1740 af þessum 3154 stigum með þriggja stiga skotum eða 55 prósent stiga sinna. Brynjar hefur síðan skorað 494 stig af vítalíununni.

Flest stig fyrir KR í úrvalsdeild karla 1978-2017:

1. Brynjar Þór Björnsson 3154

2. Guðni Ólafur Guðnason     3144

3. Hermann Hauksson     2757

4. Jón Sigurðsson         2171

5. Birgir Mikaelsson     2146

6. Jónatan James Bow     2005




Fleiri fréttir

Sjá meira


×