Erlent

Stígur til hliðar sem forseti Sinn Féin eftir 34 ár í starfi

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Gerry Adams, forseti Sinn Féin.
Gerry Adams, forseti Sinn Féin. Vísir/EPA
Gerry Adams, forseti írska og norður-írska stjórnmálaaflsins Sinn Féin, hyggst stíga til hliðar á næstunni en hann hefur leitt flokkinn í 34 ár.

Adams er að nálgast sjötugt en hann var á sínum tíma opinbert andlit IRA-öfgahreyfingarinnar (Irish Republican Army) í baráttunni gegn breskri valdstjórn á Norður-Írlandi. Hann skrifaði undir samkomulag árið 1998 fyrir hönd flokksins sem batt enda á áratuga ofbeldi á svæðinu.

Það má því segja að töluverð kynslóðaskipti eigi sér stað innan hreyfingar Sinn Féin en talið er að hin 48 ára Mary Lou McDonald muni taka við af Adams.

Adams hefur í gegnum tíðina verið afar umdeildur vegna tengsla sinna við IRA. Hann hefur hins vegar gefið það út að hann hafi aldrei verið meðlimur í hreyfingunni öfgafullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×