Viðskipti innlent

Helgi Magnússon hagnast um 337 milljónir

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Félög Helga fjárfesta aðallega í skráðum hlutabréfum, en í gegnum þau er hann stór hluthafi í til dæmis N1, Nýherja, Marel og Bláa lóninu.
Félög Helga fjárfesta aðallega í skráðum hlutabréfum, en í gegnum þau er hann stór hluthafi í til dæmis N1, Nýherja, Marel og Bláa lóninu.
Afkoma þriggja félaga Helga Magnússonar fjárfestis versnaði nokkuð í fyrra og nam samanlagður hagnaður þeirra 337 milljónum króna. Til samanburðar högnuðust félög hans samanlagt um 838 milljónir króna árið 2015.

Helgi á tvö félög, Hofgarða og Varðberg, að öllu leyti en eignarhlutur hans í Eignarhaldsfélagi Hörpu nemur um 56 prósentum.

Félögin fjárfesta aðallega í skráðum hlutabréfum, en í gegnum þau er Helgi stór hluthafi í til dæmis N1, Nýherja, Marel og Bláa lóninu.

Heildareignir félaganna þriggja námu liðlega 2,7 milljörðum króna í lok síðasta árs en skuldir voru um 750 milljónir. Bókfært eigið fé var því jákvætt um rúmlega 1,9 milljarða króna.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×