Viðskipti innlent

Alþjóðlega samlokudeginum fagnað

Samúel Karl Ólason skrifar
Í tilefni dagsins ætlar Subway að bjóða viðskiptavinum upp á tilboð og auk þess að gefa matargjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir hvern seldan bát þennan dag.
Í tilefni dagsins ætlar Subway að bjóða viðskiptavinum upp á tilboð og auk þess að gefa matargjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir hvern seldan bát þennan dag.
Alþjóðlegi samlokudagurinn verður haldin á morgun föstudag 3. nóvember en samlokan er líklega vinsælasti matarréttur heims. Í tilefni dagsins ætlar Subway að bjóða viðskiptavinum upp á tilboð og auk þess að gefa matargjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir hvern seldan bát þennan dag.

„Subway um allan heim heldur upp á þennan dag og við hér á Íslandi munum vera með í fyrsta skipti. Við munum fagna alþjóðlega samlokudeginum með 2 fyrir 1 tilboði af öllum bátum af matseðli, bæði 6 tommu og 12 tommu. Auk þess munum við að gefa matargjöf til Fjölskylduhjálpar Íslands fyrir hvern seldan bát á föstudag,“ segir Fríða Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Subway.

„Það verður mikil stemning hjá okkur þennan dag og við hlökkum til að sjá sem flesta. Skrifstofan okkar verður næstum óstarfhæf á föstudag en við verðum flest úti á stöðunum að gera báta og vinna á afgreiðslukössum. Ég vona bara að ég geti gert jafnflotta báta og allir bátameistararnir okkar,“ segir Fríða.

Subway staðirnir eru nú orðnir 24 talsins á landinu. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er að finna Subway veitingastaði í Keflavík, Vestmannaeyjum, á Akureyri, Selfossi, Akranesi og Egilsstöðum. Subway fagnar 23 ára afmæli á Íslandi og segist Fríða vera afskaplega ánægð og stolt yfir hversu góðar viðtökur Subway hefur fengið hér á landi í öll þessi ár. Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×