Viðskipti innlent

Sluppu við gjaldþrot

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baltasar Kormákur leikstýrði Djúpinu.
Baltasar Kormákur leikstýrði Djúpinu. Vísir/Vilhelm
Tæplega 115 milljóna króna kröfur í þrotabú fyrirtækisins Andakt, sem stofnað var utan um rekstur kvikmyndarinnar Djúpið árið 2010, voru afturkallaðar. Frá þessu er greint í Lögbirtingablaðinu í dag. Andakt var úrskurðað gjaldþrota í júní síðastliðnum og hljóðuðu kröfur í þrotabúið upp á 115 milljónir króna samanlagt.

Í frétt Mbl.is segir að annars vegar hafi verið um að ræða 105 milljóna króna kröfu frá móðurfélaginu Sögn, sem er að stærstum hluta í eigu leikstjórans Baltasar Kormáks. Hinar tíu milljónirnar voru vegna leigu á kröfum.



Andakt var sumarið 2015 dæmt til að greiða Á.B. Lyftingu fjórar milljónir króna fyrir leigu á krönum sem notaðir voru á tökustað í höfninni í Helguvík á Reykjanesi haustið 2010.


 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×