Íslenski boltinn

Andri Rúnar orðinn leikmaður Helsingborg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Rúnar í búningi Helsingborg
Andri Rúnar í búningi Helsingborg mynd/HIF
Andri Rúnar Bjarnason er orðinn leikmaður Helsingborg í Svíþjóð.

Vísir greindi frá því fyrr í vikunni að viðræður á milli Andra Rúnars og félagsins væru komnar langt á leið, en félagið staðfesti félagaskiptin nú rétt í þessu.

Andri Rúnar spilaði með Grindvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar og varð markahæstur í deildinni með 19 mörk. Hann hafði áður spilað með Víkingi Reykjavík frá 2014-16.

Hinn 26-ára Bolvíkingur verður gjaldgengur í að spila með sínu nýja félagi í janúar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

„Það er mjög gott að vera hér og ég hlakka mjög mikið til að spila fyrir frábæra stuðningsmenn HIF,“ sagði Andri Rúnar í tilkynningu félagsins.

Här är han - Andri Runar Bjarnason! #HIF

A post shared by Torbjörn Dencker (@torbjorndencker) on


Tengdar fréttir

Andri Rúnar: Hugurinn leitar út

„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar.

Andri jafnaði metið og Víkingur féll

Mikil spenna ríkti í Vestmannaeyjum og á Akranesi þar sem ÍBV og Víkingur Ó börðust um að halda sér í deild hinna bestu að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×