Enski boltinn

Stóri Sam næsti stjóri Gylfa?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stóri Sam hætti hjá Crystal Palace eftir síðasta tímabil.
Stóri Sam hætti hjá Crystal Palace eftir síðasta tímabil. vísir/getty
Sam Allardyce hefur fundað með Farhad Moshiri, eiganda Everton, um stjórastöðu liðsins. Þetta staðfesta enskir fjölmiðlar í dag.

Heimildir Sky Sports segja að Allardyce fengi samning út tímabilið.

Þá á Moshiri einnig að hafa augastað á þjálfara hjá toppliði í Evrópu sem og stjóra hjá öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni. Sá stjóri gæti verið Sean Dyche, en áður hefur verið greint frá því að Everton hafi áhuga á að stela Dyche frá Burnley.

Bráðabirgða stjórinn David Unsworth gæti einnig fengið stöðuna, en ekki er búist við ákvörðun bráðlega þar sem viðræður eru enn í gangi.


Tengdar fréttir

Koeman: Giroud var mættur á staðinn

Ronald Koeman, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton, segist hafa verið hársbreidd frá því að kaupa Olivier Giroud frá Arsenal í sumar. Frakkanum hafi hins vegar snúist hugur á síðustu stundu.

Starfið undir hjá Unsworth um helgina

Það hefur ekki gengið hjá bráðabirgðastjóra Everton, David Unsworth, að rétta við skútuna. Liðið heldur áfram að tapa öllum sínum leikjum.

Neville vill taka við Everton

Það er búið að orða marga menn við stjórastarfið hjá Everton sem augljóslega er eftirsótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×