Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 20:31 Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Vegagerðin Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings bendir hækkuð rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum, mórauður litur hennar og jarðhitalykt af ánni til þess að um jökulhlaup sé að ræða.Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er fyrir þennan árstíma. Ekki er vitað hver upptökin eru en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er líklega um að ræða jarðhitavatnsleka undan jökli. Ármann fullyrti í samtali við Vísi að um tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða; ýmist Bárðarbungu eða Kverkfjöll. Til þess að ganga úr skugga um upptökin þarf hins vegar að fara á vettvang og kanna aðstæður.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Að sögn Ármanns er ekki óalgengt að gengissig í Kverkfjöllum orsaki jökulhlaup. „Síðast hljóp þarna fyrir fjórum eða fimm árum og tók hlaupið með sér göngubrú sem Vatnajökulsþjóðgarður hafði nýverið byggt yfir ána,“ segir Ármann og vísar hér til lítils hlaups sem varð í ánni í ágúst 2013. Aðspurður um hvort algengt sé að hlaup verði í jökulám án þess að vera afleiðing eldgosa segir Ármann að svo sé og bendir á að slíkt gerist til að mynda reglulega í Grímsvötnum. Ármann telur að hlaupið væri að öllum líkindum stærra ef upptökin væru í Bárðarbungu. „En svo er það hins vegar Bárðarbunga og hún er búin að vera að ybba gogg. En ég myndi halda að ef þetta væri að koma frá henni þá væri þetta miklu stærra hlaup. En það er ómögulegt að segja til um þetta, það er ekki hægt að sjá þetta nema að fljúga upp eftir og því skýrist þetta sennilega ekki fyrr en á morgun,“ segir Ármann.En getur jarðhitavatnsleki á borð við þennan verið undanfari frekari jarðhræringa?„Það getur það ef þetta er að koma úr Bárðarbungu. Þá getur þetta verið undanfari meiri viðburða. En ef þetta er að koma úr Kverkfjöllum þá er þetta bara hefðbundið gengissig eins og kallað er. Svo þarf að vera á varðbergi gagnvart skjálftum, ef það fer af stað einhver óvenjuleg skjálftahrina, þá getur verið að eitthvað sé að fara að gerast.“ Tengdar fréttir Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42 Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings bendir hækkuð rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum, mórauður litur hennar og jarðhitalykt af ánni til þess að um jökulhlaup sé að ræða.Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er fyrir þennan árstíma. Ekki er vitað hver upptökin eru en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er líklega um að ræða jarðhitavatnsleka undan jökli. Ármann fullyrti í samtali við Vísi að um tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða; ýmist Bárðarbungu eða Kverkfjöll. Til þess að ganga úr skugga um upptökin þarf hins vegar að fara á vettvang og kanna aðstæður.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Að sögn Ármanns er ekki óalgengt að gengissig í Kverkfjöllum orsaki jökulhlaup. „Síðast hljóp þarna fyrir fjórum eða fimm árum og tók hlaupið með sér göngubrú sem Vatnajökulsþjóðgarður hafði nýverið byggt yfir ána,“ segir Ármann og vísar hér til lítils hlaups sem varð í ánni í ágúst 2013. Aðspurður um hvort algengt sé að hlaup verði í jökulám án þess að vera afleiðing eldgosa segir Ármann að svo sé og bendir á að slíkt gerist til að mynda reglulega í Grímsvötnum. Ármann telur að hlaupið væri að öllum líkindum stærra ef upptökin væru í Bárðarbungu. „En svo er það hins vegar Bárðarbunga og hún er búin að vera að ybba gogg. En ég myndi halda að ef þetta væri að koma frá henni þá væri þetta miklu stærra hlaup. En það er ómögulegt að segja til um þetta, það er ekki hægt að sjá þetta nema að fljúga upp eftir og því skýrist þetta sennilega ekki fyrr en á morgun,“ segir Ármann.En getur jarðhitavatnsleki á borð við þennan verið undanfari frekari jarðhræringa?„Það getur það ef þetta er að koma úr Bárðarbungu. Þá getur þetta verið undanfari meiri viðburða. En ef þetta er að koma úr Kverkfjöllum þá er þetta bara hefðbundið gengissig eins og kallað er. Svo þarf að vera á varðbergi gagnvart skjálftum, ef það fer af stað einhver óvenjuleg skjálftahrina, þá getur verið að eitthvað sé að fara að gerast.“
Tengdar fréttir Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42 Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45
Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42
Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30
Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02
Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49