Enski boltinn

Leikmenn geta komið út úr skápnum í nýjasta Football Manager

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tölvuleikurinn Football Manager er gríðarlega vinsæll og nýjasta viðbótin við leikinn er afar áhugaverð.

Enn hefur enginn í bestu deildum Englands þorað að koma út úr skápnum á meðan hann spilar en það verður hægt að gera í tölvuleiknum.

„Ein ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að það eru til samkynhneigðir knattspyrnumenn. Þeir bara þora ekki að koma út úr skápnum. Okkur finnst það skrítið og kannski mun þetta að einhverju leyti hjálpa til við að opna umræðuna og aðstoða þá sem vilja stíga fram,“ segir einn af hönnuðum leiksins.

Leikmenn sem eru að spila í dag geta ekki verið samkynhneigðir í leiknum enda gæti það kallað á lögsókn. Það er þó hægt að búa til leikmenn í leiknum sem síðan geta komið út úr skápnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×