Enski boltinn

Keane á sjúkrahúsi með slæma sýkingu í fæti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane í leik með Everton.
Keane í leik með Everton. vísir/getty
Hinn sterki varnarmaður Everton, Michael Keane, liggur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið slæma sýkingu í annan fótinn.

Sýkingin hefur dreifst upp fótinn og staðan var svo slæm að ekkert annað var í stöðunni en að fara með hann á spítala.

Þar af leiðandi gat Keane ekki spilað með Everton gegn Leicester í gær. Sýkingin er ekki ný af nálinni en þegar hún versnaði mikið varð Keane að taka sér frí.

Bráðabirgðastjóri Everton, David Unsworth, segir að Keane sé á góðum batavegi og getur hugsanlega spilað með liðinu um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×