Enski boltinn

Everton ætlar að stela stjóranum hans Jóa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dyche eftir leikinn í gær sem var kannski hans síðasti með Burnley.
Dyche eftir leikinn í gær sem var kannski hans síðasti með Burnley. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports þá ætla forráðamenn Everton að freista þess að fá stjóra Burnley, Sean Dyche, til félagsins.

Sky segir að Everton ætli í viðræður við Burnley á næstu 24 tímum.

Það er rúm vika síðan Everton rak Ronald Koeman sem stjóra félagsins og David Unsworth hefur verið að leysa hann af síðan í von um að fá starfið út leiktíðina hið minnsta.

Sam Allardyce er á meðal þeirra stjóra sem hafa sýnt starfinu áhuga en Dyche er maðurinn sem Everton vill fá.

Dyche gæti því farið frá því að vera stjóri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í að vera stjórinn hans Gylfa Þórs Sigurðssonar. Dyche var spurður út í Everton eftir 1-0 sigur Burnley á Newcastle í gær.

„Ég held bara áfram að vinna mína vinnu. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Dyche sposkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×