Enski boltinn

Hörður Björgvin spilaði nær allan leikinn er Bristol City fór upp í 4. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin og félagar eru komnir upp í 4. sæti ensku B-deildarinnar.
Hörður Björgvin og félagar eru komnir upp í 4. sæti ensku B-deildarinnar. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon lék nær allan leikinn þegar Bristol City vann 0-2 útisigur á Fulham í ensku B-deildinni í kvöld.

Hörður Björgvin kom inn á sem varamaður strax á 9. mínútu og kláraði leikinn.

Bristol City er komið upp í 4. sæti deildarinnar en liðið hefur unnið tvo leiki í röð.

Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff City þegar liðið vann 3-1 sigur á Ipswich Town. Landsliðsfyrirliðinn er enn meiddur. Cardiff er í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, einu stigi minna en topplið Wolves.

Jón Daði Böðvarsson er einnig meiddur og gat ekki leikið með Reading í 3-1 sigri á Nottingham Forest á heimavelli. Reading er í 20. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×