Viðskipti erlent

Von á gagnaleka í ætt við Panama-skjölin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Talið er líklegt að gögnin verðii opinberuð á næstu dögum.
Talið er líklegt að gögnin verðii opinberuð á næstu dögum.
Talið er líklegt að upplýsingar um eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims verði gerðar opinberar á næstu dögum. Gögnum var stolið frá lögmannstofunni Appleby sem er með aðsetur á Bermúdaeyjum. Telegraph greinir frá.

Lögmannsstofan telur sig eiga von á því að gögnin verði birt opinberlega þar sem sömu fjölmiðlasamtök og stóðu að baki birtingu Panama-skjalanna hafi sett sig í samband við lögmannsstofuna.

Panama-skjölin voru byggð á gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama og mátti þar finna viðkvæmar upplýsingar um viðskiptahagi fjölmargra þekktra einstaklinga, þar á meðal stjórnmálamenn sem og aðra athafnamenn á Íslandi.

Appleby segir að gögnunum hafi líklegta verið stolið á síðasta ári. Fyrirtækið hafnar þó því að hafa gert eitthvað ólöglegt né hafi viðskiptavinir lögmannsstofunnar gert slíkt. Engu að síður á fyrirtækið von á fjölmiðlaumfjöllin um gögnin en í frétt Telegraph segir að miklar líkur séu á því að upplýsingar um ríkasta fólk Bretlands megi finna í gögnunum.

Talið er líklegt að gögnin verði opinberuð á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×