Enski boltinn

Wagner mætir besta vini sínum í Liverpool tíu árum á undan áætlun

Jürgen Klopp og David Wagner eru miklir vinir.
Jürgen Klopp og David Wagner eru miklir vinir. vísir/getty
David Wagner, knattspyrnustjóri nýliða Huddersfield, getur ekki beðið eftir leik morgundagsins gegn Liverpool á Anfield þar sem hann mætir með sína menn til leiks.

Þar mun Wagner mæta besta vini sínum sem er Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, en þeir hittust fyrst sem leikmenn hjá Mainz og síðar var Wagner undirmaður Klopps hjá Dortmund í Þýskalandi.

„Þetta verður ótrúlegt því hann er besti vinur minn,“ segir Wagner í viðtali við The Telegraph en þetta er í fyrsta sinn sem þýskir stjórar mætast í ensku úrvalsdeildinni.

„Það sem er samt enn ótrúlegra er að Huddersfield er að spila við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Wagner.

Nýliðarnir gerðu heldur betur góða hluti um síðustu helgi þegar að þeir lögðu Manchester United á heimavelli, 2-1.

„Mér datt ekki í hug að ég myndi mæta Klopp í ensku úrvalsdeildinni tveimur árum eftir að koma hingað. Ég er svona tíu árum á undan áætlun,“ segir David Wagner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×