Hazard gerði gæfumuninn gegn Bournemouth

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eden Hazard fagnar marki sínu.
Eden Hazard fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Eden Hazard skoraði eina mark leiksins þegar Bournemouth og Chelsea mættust í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 51. mínútu skoraði Hazard markið sem réði úrslitum.

Hann fékk boltann þá frá Álvaro Morata og skoraði framhjá sínum gamla liðsfélaga, Asmir Begovic. Þetta var fyrsta mark Hazards í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Bournemouth fékk fá færi í leiknum. Steve Cook fékk það besta í uppbótartíma en skaut beint á Thibaut Courtois.

Chelsea er í 4. sæti deildarinnar með 19 stig, níu stigum á eftir toppliði Manchester City. Bournemouth er hins vegar í 19. sætinu með aðeins sjö stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira