Enski boltinn

Upphitun: Unsworth ætlar sér að fá starfið hjá Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sækja Leicester City heim í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta er fyrsti deildarleikur Everton eftir að Ronald Koeman var rekinn í byrjun síðustu viku. David Unsworth stýrir Everton í dag líkt og hann gerði í leiknum gegn Chelsea í deildabikarnum á miðvikudaginn.

Unsworth hefur áhuga á að taka við Everton til frambúðar en til þess þarf hann að ná í góð úrslit í dag.

Þetta er fyrsti leikur Leicester undir stjórn Claude Puel sem tók við stjórastarfinu af Craig Shakespeare sem var látinn taka pokann sinn eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Everton er í 18. sæti deildarinnar með átta stig en Leicester í því fimmtánda með níu stig.

Í hinum leik dagsins mætast Brighton og Southampton á Amex-vellinum.

Liðin eru í 10. og 12. sæti deildarinnar en aðeins einu stigi munar á þeim.

Leikir dagsins:

13:30 Brighton - Southampton

16:00 Leicester - Everton

Leikirnir verða báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×