Erlent

Hamas nær samkomulagi við keppinautinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ismail Haneiya má sjá hér til hægri ásamt upplýsingamálaráðherra Egyptalands.
Ismail Haneiya má sjá hér til hægri ásamt upplýsingamálaráðherra Egyptalands. Vísir/EPA
Hamas-samtökin í Palestínu segjast hafa náð samkomulagi við keppinaut sinn, Fatah-hreyfinguna, en hóparnir hafa átt í deilum í áratug. Frá þessu greindi leiðtogi Hamas og fyrrverandi forsætisráðherrann Ismail Haniyeh í yfirlýsingu nú í morgun.

Hamas stjórna Gaza-svæðinu en Fatah, sem forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas tilheyrir, stjórnar stærsta hluta Vesturbakkans. Ekkert hefur verið greint frá því hvað felist í samkomulaginu en talsmaður Hamas, Sami Abu Zuhri, segir að von sé á yfirlýsingu síðar í dag.

Ekkert hefur hinsvegar heyrst frá liðsmönnum Fatah um málið. Samningaviðræður hafa farið fram undanfarið í Kaíró og hefur heimastjórnin meðal annars krafist þess að taka við stjórninni á Gaza. Hamas-samtökin eru víða skilgreind sem hryðjuverkahópur, meðal annars af Ísraelum, Bandaríkjamönnum, Evrópusambandinu og fleiri ríkjum. Nánar má fræðast um málið á vef Al Jazeera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×