Viðskipti innlent

Gagnaveita Reykjavíkur tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

Atli Ísleifsson skrifar
Tilnefningin er í flokki sem nefnist besti kostur viðskiptavina og er þjónusta sem Gagnaveita Reykjavíkur býður upp á og nefnist „Ein heimsókn“.
Tilnefningin er í flokki sem nefnist besti kostur viðskiptavina og er þjónusta sem Gagnaveita Reykjavíkur býður upp á og nefnist „Ein heimsókn“. Gagnaveita Reykjavíkur

Gagnaveitu Reykjavíkur er á meðal fjögurra fyrirtækja sem tilnefnd hafa verið til alþjóðlegra verðlauna World Broadband Forum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að tilnefningin sé í flokki sem nefnist besti kostur viðskiptavina. Um sé að ræða þjónustu sem Gagnaveita Reykjavíkur býður upp á og nefnist „Ein heimsókn“.

„„Ein heimsókn“ er samstarfsverkefni Gagnaveitu Reykjavíkur og þeirra sex fjarskiptafyrirtækja sem veita þjónustu um Ljósleiðarann,sem er vörumerki Gagnaveitu Reykjavíkur. Samstarfsverkefnið felur í sér að í aðeins einni heimsókn til viðskiptavina í stað tveggja áður, er gengið frá öllum nauðsynlegum tengingum á heimilum fólks og ljósleiðarasambandið prófað og það afhent tilbúið til notkunar,“ segir í tilkynningunni.

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir þetta vera mikla viðurkenningu á vinnu fyrirtækisins við að efla þjónustuna við viðskiptavini Ljósleiðarans. „Það er gott að fá klapp á bakið frá fólki sem starfar í sama geira úti í heimi, fólki sem hefur mikla innsýn í hvað skiptir máli í þessum geira. Verkefnið Ein heimsókn hefur tekist mjög vel og samstarfið við Vodafone, Nova, 365, Símafélagið, Hringiðuna og Hringdu, verið frábært. Sókn Ljósleiðarans á markaði er ekki síst þessu verkefni að þakka og útbreiðsla hans gerir það að verkum að íslensk heimili eru á meðal þeirra best tengdu í heimi, samkvæmt opinberum úttektum,“ segir Erling Freyr.

Broadband World Forum er einn stærsti vettvangur fjarskiptafyrirtækja fyrir uppbyggingu háhraðaneta, að því er fram kemur í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
5
93.108
VIS
0
3
9.252
ORIGO
0
1
5.125
SJOVA
0
6
57.051
TM
0
1
15.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,06
5
38.300
SIMINN
-1,84
5
90.353
N1
-1,65
6
126.050
REITIR
-1,52
3
54.714
SYN
-1,42
5
94.490
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.