Erlent

Lét vatnið renna inni á baði í heilt ár

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að maðurinn hafi látið um sjö milljónir lítra af vatni renna úr krönum sínum á tímabilinu.
Áætlað er að maðurinn hafi látið um sjö milljónir lítra af vatni renna úr krönum sínum á tímabilinu. Vísir/Getty
Lögregla í Þýskalandi þurfti að hafa afskipti af 31 árs gömlum manni í bænum Salzgitter í Neðra-Saxlandi sem hafði látið vatn renna inni á baðherbergi sínu látlaust í heilt ár.

Spiegel greinir frá því að vatnsveitan og leigusali mannsins hafi grunað að ekki væri allt með felldu þegar til stóð að senda manninum reikning vegna vatnsnotkunarinnar, en reikningurinn hljóðaði upp á um 10.800 evrur, rúmar 1,3 milljónir króna.

Lögregla náði að yfirbuga manninn eftir að hafa komist inn í íbúðina og lokaði svo fyrir vatnið sem rann í baðkarinu, vaskinum og klósettinu.

Áætlað er að maðurinn hafi látið um sjö milljónir lítra af vatni renna úr krönum sínum á tímabilinu sem hefur leitt til rakaskemmda í fjölbýlishúsinu þar sem hann býr.

Manninum verður nú boðin aðstoð geðlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×