Erlent

Sex skotnir til bana í skóla í Kenía

Atli Ísleifsson skrifar
Vopnuð átök eru algeng í héraðinu Turkana. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Vopnuð átök eru algeng í héraðinu Turkana. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/afp
Sex manns hið minnsta, þar af fjórir nemendur, hafa verið skotnir til bana í skóla í bænum Lokichogio í norðurhluta Kenía.

Talsmaður yfirvalda segir að árásin hafi átt sér stað um klukkan þrjú í nótt að staðartíma.

Talið er að uppreisnarhópur frá Suður-Súdan beri ábyrgð á árásinni, en í frétt Aftonbladet kemur fram að einn árásarmannanna hafi verið maður sem hafi stundað þar nám en verið vikið úr skólanum.

Rauði krossinn í Kenía hafa flutt nokkra þeirra sem særðust í árásinni með flugi á sjúkrahús í borginni Eldoret.

Vopnuð átök eru algeng í héraðinu Turkana, þar sem Lokichogio er að finna, en átökin snúa jafnan að yfirráð yfir náttúruauðlindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×