Vilhjálmur strunsar af fundi: Segir Sigríði Rut bulla og delera Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2017 11:59 Vilhjálmur segir að fólk verði að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt framúr sér. Vísir/Eyþór Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins strunsaði af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsfundar Alþingis nú rétt í þessu í kjölfar svara Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, lögmanns Stundarinnar og Reykjavík Media. Lögbannið er til umræðu á fundi nefndarinnar sem staðið hefur yfir síðan klukkan rúmlega níu í morgun. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir þessu bulli.“ Spurning Vilhjálms laut að því hvort það væri svo að þagnarskylda víki alltaf þegar gögn eru komin í hendur blaðamanna? Sigríður Rut svaraði því stutt og laggott: Já. Segir yfirgengilegt að þagnarskylda víki við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðlaÞað var meira en Vilhjálmur þoldi. Vísir náði tali af Vilhjálmi strax eftir útgönguna. „Ég nenni þessu ekki. Ég er búinn að fá nóg af þessu bulli. Aðrir verða að fylgjast með þessu,“ segir Vilhjálmur og ítrekar að þetta snúist í sínum huga ekki um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media.Vísir/EyþórVilhjálmur segist ekki hafa hugmynd um hvaðan grein sem slík sé komin. „Menn verða nú aðeins að rökstyðja þetta nánar,“ segir þingmaðurinn og leggur á það áherslu að löggjafinn hafi heimild til takmörkunar á tjáningarfrelsinu ef svo ber undir. „Og framfylgja því ef persónuupplýsingar eru undir. En, það að sú þagnarskylda víki þegar gögn eru komin til fjölmiðla er lengra en ég get skilið.“ Er væntanlega sjálfur í gögnunumSjálfur telur hann einsýnt að nafn hans sé í Glitnis-skjölunum en hann hefur ekki áhyggjur af því, það er ef þeir sem um þau atriði fjalla eru efnahagslega læsir. „Þetta varðar þúsundir einstaklinga. Ég hlýt að vera í þessum gögnum. Ég hef verið í viðskiptum við þennan banka frá því ég var 17 ára gamall.“ Vilhjálmur segir að löggjafinn hafi í mörgum tilvikum verið að auka persónuvernd. Ef hún síðan víkur við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðla, það segist Vilhjálmur hvergi hafa séð. Lögmaðurinn sagður bulla og delera„Menn verða að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt fram úr sér. Lengra en ég hef séð í lagatúlkun. Ef menn ætla að kalla sig virta lögmenn verða þeir að sleppa því að delera og bulla. Ég er bara að lýsa fáránleikanum í þessu máli. Eftir að löggjafinn hefur takmarkað tjáningarfrelsi verður hann að leysa menn undir þessari takmörkun með pósitívum hætti en ekki með skapandi túlkun dómsstóla eða lögmanna úti í bæ.“ Vilhjálmur bendir á að sjálfur hafi hann verið skotmark í lekamáli. „Sá leki var beinlínis gerður til að skaða mig. Og þar var farið ranglega með í túlkun á gögnum.“ Uppfært 13:45Athugasemd: Áður sagði í fréttinni að Vilhjálmur ítreki að þetta „snúist í sínum huga um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu“. Þarna urðu blaðamanni á meinleg mistök í flýtinum við að greina frá. Þarna vantar lykilorð sem gerbreytir merkingunni sem er orðið „ekki“. Sem sagt: Vilhjálmur leggur áherslu á að þetta snúist EKKI um Bjarna, í sínum huga. Þetta hefur verið lagfært í textanum og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Tengdar fréttir Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins strunsaði af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsfundar Alþingis nú rétt í þessu í kjölfar svara Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, lögmanns Stundarinnar og Reykjavík Media. Lögbannið er til umræðu á fundi nefndarinnar sem staðið hefur yfir síðan klukkan rúmlega níu í morgun. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir þessu bulli.“ Spurning Vilhjálms laut að því hvort það væri svo að þagnarskylda víki alltaf þegar gögn eru komin í hendur blaðamanna? Sigríður Rut svaraði því stutt og laggott: Já. Segir yfirgengilegt að þagnarskylda víki við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðlaÞað var meira en Vilhjálmur þoldi. Vísir náði tali af Vilhjálmi strax eftir útgönguna. „Ég nenni þessu ekki. Ég er búinn að fá nóg af þessu bulli. Aðrir verða að fylgjast með þessu,“ segir Vilhjálmur og ítrekar að þetta snúist í sínum huga ekki um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media.Vísir/EyþórVilhjálmur segist ekki hafa hugmynd um hvaðan grein sem slík sé komin. „Menn verða nú aðeins að rökstyðja þetta nánar,“ segir þingmaðurinn og leggur á það áherslu að löggjafinn hafi heimild til takmörkunar á tjáningarfrelsinu ef svo ber undir. „Og framfylgja því ef persónuupplýsingar eru undir. En, það að sú þagnarskylda víki þegar gögn eru komin til fjölmiðla er lengra en ég get skilið.“ Er væntanlega sjálfur í gögnunumSjálfur telur hann einsýnt að nafn hans sé í Glitnis-skjölunum en hann hefur ekki áhyggjur af því, það er ef þeir sem um þau atriði fjalla eru efnahagslega læsir. „Þetta varðar þúsundir einstaklinga. Ég hlýt að vera í þessum gögnum. Ég hef verið í viðskiptum við þennan banka frá því ég var 17 ára gamall.“ Vilhjálmur segir að löggjafinn hafi í mörgum tilvikum verið að auka persónuvernd. Ef hún síðan víkur við það eitt að gögn komist í hendur fjölmiðla, það segist Vilhjálmur hvergi hafa séð. Lögmaðurinn sagður bulla og delera„Menn verða að gæta að sér í vitleysunni. Jafnvel sú merka kona, hún Sigríður Rut. Mér finnst hún vera farin langt fram úr sér. Lengra en ég hef séð í lagatúlkun. Ef menn ætla að kalla sig virta lögmenn verða þeir að sleppa því að delera og bulla. Ég er bara að lýsa fáránleikanum í þessu máli. Eftir að löggjafinn hefur takmarkað tjáningarfrelsi verður hann að leysa menn undir þessari takmörkun með pósitívum hætti en ekki með skapandi túlkun dómsstóla eða lögmanna úti í bæ.“ Vilhjálmur bendir á að sjálfur hafi hann verið skotmark í lekamáli. „Sá leki var beinlínis gerður til að skaða mig. Og þar var farið ranglega með í túlkun á gögnum.“ Uppfært 13:45Athugasemd: Áður sagði í fréttinni að Vilhjálmur ítreki að þetta „snúist í sínum huga um málefni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, sem hefur verið til umfjöllunar í kjölfar gagnalekans, þess sem Stundin hefur byggt á fréttaflutning sinn að undanförnu“. Þarna urðu blaðamanni á meinleg mistök í flýtinum við að greina frá. Þarna vantar lykilorð sem gerbreytir merkingunni sem er orðið „ekki“. Sem sagt: Vilhjálmur leggur áherslu á að þetta snúist EKKI um Bjarna, í sínum huga. Þetta hefur verið lagfært í textanum og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
Tengdar fréttir Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34 Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Segir að taka verði gagnrýni ÖSE í lögbannsmálinu alvarlega Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir að taka verði gagnrýni Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu á stöðu fjölmiðla hér á landi alvarlega. Stofnunin telur að lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis banka grafi undan frelsi fjölmiðla og rétti almennings til upplýsinga. 18. október 2017 18:34
Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt 19. október 2017 10:05
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37