Enski boltinn

Origi: Þetta er bara eitt tímabil

Dagur Lárusson skrifar
Origi í leik með Wolfsburg
Origi í leik með Wolfsburg Vísir/getty

Divock Origi, leikmaður Wolfsburg, segist vera ánægður hjá félaginu en hann sé samt sem áður ákveðinn í því að snúa til baka til Liverpool eftir lánsdvölina.

Origi var lánaður til Wolfsburg frá Liverpool í sumar en lánið gildir út leiktíðina. Origi kom til Liverpool sumarið 2015 en hann náði aldrei að festa sæti í byrjunarliðinu undir Jurgen Klopp.

„Ég hef haldið áfram að vaxa síðan ég kom hingað. Mér líður mjög vel, ég er að komast í takt við þýsku deildina og þess vegna er ég ánægður, ég tók rétta ákvörðun.“

„Klopp hefur verið að senda á mig skilaboð og óska mér góðs gengis og fyrir mér er það mikilvægt vegna þess að ég vil halda áfram að vaxa fyrir framtíðina, en eins og er þá hugsa ég bara um Wolfsburg.“

„Fyrir mér þá er þetta bara eitt tímabil og síðan fer ég aftur til Liverpool, ef þið viljið vita meira um málið þá verðið þið að tala við Liverpool.“


Tengdar fréttir

Svona var gluggadagurinn

Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.