Fótbolti

Raggi Sig: Þeir segja að þetta sé stærra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, segir að afrekið sé stærra að komast á HM 2018, en það var að komast á EM 2016. HM sé alltaf HM.

„Þeir segja það að HM sé stærra," sagði Ragnar í samtali við Vísi aðspurður hvort að þetta afrek væri stærra en að fara á EM 2016.

„Það hlýtur að vera, þetta er heimsmeistarakeppnin. Ég er ekkert viss um að þetta sé eitthvað erfiðara mót, en HM er HM og HM er flottari en EM. Segjum það."

Ragnar er ánægður að liðið hafi klárað riðilinn, þennan sterka riðil. Raggi segir einnig að hann sé ánægður að þeir séu ekki lið sem fari bara á eitt stórmót.

„Ég er mjög stoltur af því. Ég er búinn að hugsa það, ég veit ekki hvort ég talaði um það. Það getur hver sem er farið á eitt stórmót, en ef þú ferð á annað þá sýnuru að þú ert í góðu liði."

„Við gerðum það í dag. Þetta er ótrúlegt og við erum allir mjög stoltir," en aðspurður hvernig eigi að fagna í kvöld og hversu lengi var Ragnar ábyrgur í svörum:

„Ég veit það ekki. Ég er orðinn einn af þeim eldri. Ég sé hvernig þetta fer, sagði þessi glæsilegi varnarmaður að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×