Viðskipti erlent

Nafni nýja iPhone símans lekið

Þórdís Valsdóttir skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýja iPhone símann í Cupertino á þriðjudaginn kemur.
Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýja iPhone símann í Cupertino á þriðjudaginn kemur. Vísir/Getty Images

Sögusagnir eru á kreiki um að nýjasta útgáfa iPhone símans muni bera heitið iPhone X. Í ár eru áratugur liðinn frá því að fyrsti iPhone síminn kom út. Nýjar útgáfur, ásamt nýju Apple Watch og fleiru verða kynnt á þriðjudag.

Í hvert skipti sem ný útgáfa af iPhone kemur á markaðinn fara af stað miklar vangaveltur og sögusagnir um heiti hans. Upplýsingar um nöfnin komu fram í gögnum um stýrikerfi símanna sem láku frá Apple Inc. Upplýsingafulltrúi Apple neitaði þó að svara fyrirspurnum um málið.

Þrjár nýjar útgáfur af iPhone verða kynntar á þriðjudaginn og talið er að þeir verði kallaðir iPhone 8, iPhone 8 Plus og iPhone X.

Spennandi verður að sjá hvaða nýjungar tæknirisinn mun bjóða upp á með nýju útgáfunum. Hægt verður að fylgjast með kynningunni, sem haldin verður í höfuðstöðvum Apple í Kaliforníu, í beinni útsendingu á heimasíðu Apple Inc.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,43
39
632.150
SJOVA
2,31
11
350.911
VIS
1,29
1
494
HAGA
1,08
8
125.614
EIM
0,71
5
36.098

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-2,4
8
38.277
ORIGO
-0,48
1
927
ARION
-0,47
41
40.420
MARL
-0,32
6
64.341
REGINN
-0,22
7
102.573