Erlent

Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/EPA
Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám helstu fjölmiðla Noregs en þær voru birtar þegar kjörstöðum lokaði í kvöld klukkan sjö að íslenskum tíma. Þetta þýðir að Erna Solberg, formaður Hægriflokksins í Noregi, verður áfram forsætisráðherra.

Samkvæmt útgönguspám Norska ríkisútvarpsins, NRK, fá hægrimenn 86 þingmenn en vinstrimenn 83 þingmenn. Það er því mjótt á mununum en kosningarnar eru einhverjar þær mest spennandi í Noregi í áraraðir.

Samkvæmt útgönguspám Verdens Gang fá vinstrimenn 78 þingsæti en hægrimenn 88.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×