Viðskipti innlent

Vill 300 milljónir frá Virðingu vegna ófullnægjandi ráðgjafar

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
ET Sjón var einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í Ölgerðinni síðasta haust.
ET Sjón var einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í Ölgerðinni síðasta haust.

Félagið ET Sjón ehf., í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, krefst þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinaðist verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Hefur félagið höfðað mál á hendur Virðingu, en aðalmeðferð fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun næsta árs.

ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í Ölgerðinni síðasta haust. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann á söluna, en því var hafnað. Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni.

Félagið Þorgerður var stofnað í október 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital, fór fyrir kaupendahópnum og á meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón á tæplega 30 prósenta hlut í félaginu.

Samkvæmt heimildum Markaðarins tengist óánægja Eiríks með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007.

Virðing telur málssóknina með öllu tilhæfulausa og hefur krafist sýknu.

Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
1,68
9
253.300
N1
1,61
12
174.204
HAGA
0,75
7
85.660
SKEL
0,65
3
31.425
ICEAIR
0,61
31
344.301

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,62
5
112.403
EIM
-0,19
12
368.844
REITIR
-0,11
5
92.369
ORIGO
0
1
10.880
SJOVA
0
1
1.740