Viðskipti innlent

United hefur Íslandsflug í vor

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.
United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna. Vísir/Getty

Bandaríska flugfélagið United Airlines mun hefja áætlunarferðir á milli New York og Keflavíkur í vor. Fjögur flugfélög bjóða nú upp á beint flug milli New York og Keflavíkurflugvallar.

Auk United flýgur bandaríska flugfélagið Delta, ásamt íslensku flugfélögunum Icelandair og WOW air, til New York.

Á vef Túrista segir að jómfrúarferð United til Íslands sé á dagskrá í lok maí og ætlunin sé að starfrækja flugleiðina fram í byrjun október.

Þar kemur einnig fram að ódýrasti farmiðinn með United, frá Íslandi, kosti í dag um 37 þúsund krónur samkvæmt bókunarvél félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
3,22
14
535.531
TM
3,16
10
122.443
SKEL
2,4
11
249.090
MARL
1,66
35
2.469.986
N1
1,61
4
82.910

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,46
3
69.267
VOICE
-0,94
2
2.019
EIM
-0,66
2
2.505
REITIR
-0,23
5
44.065
REGINN
-0,19
6
65.575