Erlent

Erdogan segir Tyrki taka varnarmál í eigin hendur

Samúel Karl Ólason skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP

Recep Tayyip Erdoga, forseti Tyrklands, segir Tyrki ætla að taka varnar ríkisisns í eigin hendur. Tyrkir keyptu nýverið S-400 loft- og eldflaugavarnakerfi af Rússum, þrátt fyrir mótmæli bandamanna Tyrkja í Atlantshafsbandalaginu. 

Samkvæmt frétt Reuters segja Tyrkir að bandamenn þeirra í NATO hafi ekki boðið þeim nægjanlega góðan samning fjárhagslega séð.

„Þeir urðu brjálaðir út af því að við sömdum um S-400 kerfið. Hvað áttum við að gera, bíða eftir ykkur? Við munum taka okkar eigin aðgerðir í varnarmálum,“ sagði Erdogan.

Samningurinn var undirritaður í júlí, en svo virðist sem að fjármögnun hafi komið í veg fyrir að úr honum hafi orðið fyrr en nú.

Gjá hefur myndast á milli Tyrklands og bandamanna þeirra í NATO og þá sérstaklega á milli Tyrklands og Bandaríkjanna og Þýskalands. Tyrkir hafa verið sérstaklega reiðir við Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við sýrlenska Kúrda, sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök.

Talsmaður hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum sagði að þar á bæ hefðu menn komið mótmælum sínum við umræddan samning á framfæri við yfirvöld í Ankara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira