Erlent

Erdogan segir Tyrki taka varnarmál í eigin hendur

Samúel Karl Ólason skrifar
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP
Recep Tayyip Erdoga, forseti Tyrklands, segir Tyrki ætla að taka varnar ríkisisns í eigin hendur. Tyrkir keyptu nýverið S-400 loft- og eldflaugavarnakerfi af Rússum, þrátt fyrir mótmæli bandamanna Tyrkja í Atlantshafsbandalaginu. 

Samkvæmt frétt Reuters segja Tyrkir að bandamenn þeirra í NATO hafi ekki boðið þeim nægjanlega góðan samning fjárhagslega séð.

„Þeir urðu brjálaðir út af því að við sömdum um S-400 kerfið. Hvað áttum við að gera, bíða eftir ykkur? Við munum taka okkar eigin aðgerðir í varnarmálum,“ sagði Erdogan.

Samningurinn var undirritaður í júlí, en svo virðist sem að fjármögnun hafi komið í veg fyrir að úr honum hafi orðið fyrr en nú.

Gjá hefur myndast á milli Tyrklands og bandamanna þeirra í NATO og þá sérstaklega á milli Tyrklands og Bandaríkjanna og Þýskalands. Tyrkir hafa verið sérstaklega reiðir við Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við sýrlenska Kúrda, sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök.

Talsmaður hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum sagði að þar á bæ hefðu menn komið mótmælum sínum við umræddan samning á framfæri við yfirvöld í Ankara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×