Viðskipti innlent

Norðursigling velti milljarði í fyrra

Haraldur Guðmundsson skrifar
Norðursigling rekur einnig veitingastaðina Gamla Bauk, Café Hvalbak og Húsavíkurslipp.
Norðursigling rekur einnig veitingastaðina Gamla Bauk, Café Hvalbak og Húsavíkurslipp. Norðursigling

Rekstrartekjur hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík í fyrra námu 1.041 milljón króna. Jukust þær um 34 prósent frá árinu á undan.

Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Norðursiglingar. Samkvæmt honum hagnaðist fyrirtækið um 48 milljónir króna í fyrra. Afkoman var þá tveimur milljónum lægri en árið á undan.

Fyrirtækið átti í árslok 2016 eignir upp á 1,3 milljarða en skuldaði 889 milljónir. Það rekur einnig veitingastaðina Gamla Bauk, Café Hvalbak og Húsavíkurslipp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,43
39
632.150
SJOVA
2,31
11
350.911
VIS
1,29
1
494
HAGA
1,08
8
125.614
EIM
0,71
5
36.098

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-2,4
8
38.277
ORIGO
-0,48
1
927
ARION
-0,47
41
40.420
MARL
-0,32
6
64.341
REGINN
-0,22
7
102.573