Lífið

James Corden hræðir líftóruna úr samstarfsmanni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden fer á kostum sem IT.
Corden fer á kostum sem IT.
Breski þáttastjórnandinn James Corden fer á kostum sem trúðurinn í hrollvekjunni IT í skemmtilegu atriði sem sýnt var í þætti hans í vikunni.

Hrollvekjan It hefur slegið rækilega í gegn í kvikmyndahúsum og hefur haft þau áhrif að ærslabelgir hafa ákveðið að klæða sig upp sem ógnvænlega trúða og hræða þannig grunlausa einstaklinga.

Kvikmyndin It, sem er eftir káldsögu bandaríska rithöfundarins Stephen King, þénaði 123 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum um liðna helgi. Myndin segir frá vinahópi sem þarf að kljást við djöful sem hefur tekið sér ásýnd trúðs og herjar á börn.

Hér að neðan má sjá atriðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×