Erlent

Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá tilraunaskoti Norður-Kóreu í maí síðastliðnum.
Frá tilraunaskoti Norður-Kóreu í maí síðastliðnum. Vísir/AFP
Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang í kvöld, það er að morgni föstudags að staðartíma. Samkvæmt frétt Reuters hefur her Suður-Kóreu staðfest þetta. Á vef japönsku fréttastofunnar Yonhap kemur fram að eldflaugin hafi flogið yfir Japan.

Eldflauginni er skotið innan við sólahring eftir að Norður-Kóreumenn hótuðu að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri.“  Þessu var hótað vegna nýjustu refsiaðgerða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna nýjustu kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu.

Fimmtán aðildarríki öryggisráðsins kusu öll á mánudaginn að herða aðgerðir gegn Norður-Kóreu. Að þessu sinni var sett bann á útflutning ríkisins á vefnaðarvörum og að draga úr innflutningi á eldsneyti. Samkvæmt frétt á vef CNN flaug eldflaugin yfir Japan í átt að Kyrrahafinu.

Uppfært 23:21

NHK sjónvarpsstöðin hefur sagt frá því að eldflaugin hafi lent í sjónum, 2000 kílómetrum austur frá Hokkaido. Yfirvöld hafa varað fólk við því að snerta nokkuð sem gæti hafa komið frá eldflauginni.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×