Lífið

„Fær þessi ríkisstjórn ekki bara einhver meðmæli og heldur áfram?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslendingar keppast við að tjá skoðun um ríkisstjórnarslitin, oftar en ekki á gamansömum nótum.
Íslendingar keppast við að tjá skoðun um ríkisstjórnarslitin, oftar en ekki á gamansömum nótum.
Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn og vill flokkurinn ekki lengur vera í samstarfi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra.

247 daga stjórnarsamstarfi flokkanna er því lokið en Björt framtíð segir ástæðuna vera alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.

Trúnaðarbresturinn sem stjórn Bjartrar framtíðar vísar í snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.

Þingflokkur Viðreisnar hefur kallað eftir því að kosið verði sem fyrst. Upplýsingarnar lágu fyrst fyrir seint í gærkvöldi en eins og við var að búast fór Twitter á flug hér innanlands.

Pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson líkir atburðarrásinni við sjónvarpsþættina House of Cards og setur það upp á mjög skemmtilegan hátt.

Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, ætlar greinilega fljótlega að uppfæra LinkedIn-síðuna sína.

Kennarinn og rithöfundurinn Dagur Hjartarson setur hlutina upp í mjög skemmtilegt samhengi og vitnar hann í umræðuna um hárið á Bjarna Benediktssyni.

Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fréttamaður Bylgjunnar, telur vænlegast að Ölstofan hefði nú næturopnun á virkum dögum til að vinna úr nýjustu fréttum.

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir erlendu fylgjendum sínum frá fréttunum.

Leikarinn Vignir Rafn Valþórsson trúir ekki sínum eigin augum að ríkisstjórnin falli á sama degi og leikverkið 1984 sé frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Bergur Þór Ingólfsson, faðir eins fórnarlamba Róberts Downey, er leikstjóri 1984.

Andrés Ingi, þingmaður VG, er ekkert sérstaklega sáttur með það að hafa farið snemma að sofa.

Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir hefur sterka skoðun á málinu.

Hrafnhildur Agnarsdóttir, markvörður KR í Pepsi-deild kvenna, hefur mest áhyggjur af því hvort hún fái að kaupa ódýran bjór í Bónus.

Guðmundur Benediktsson, íþróttalýsari, er líklega með vinsælasta tístið af þeim öllum og þarf lítið að útskýra það.

Hér að neðan má síðan sjá fleiri skemmtileg tíst um málið stóra.

„Ég heiti Bjarni Ben og ég var tekinn.“ Matthías Ari fann gamla klippu úr þættinum Tekinn sem á ágætlega við í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×