Enski boltinn

Áfall fyrir Burnley: Heaton frá í fjóra mánuði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tom Heaton gengur af velli.
Tom Heaton gengur af velli. vísir/getty
Búist er við því að Tom Heaton, markvörður og fyrirliði Burnley, verði frá keppni í fjóra mánuði vegna axlarmeiðsla.

Heaton fór úr axlarlið í sigrinum á Crystal Palace um síðustu helgi og gekkst undir aðgerð á miðvikudaginn.

Heaton átti frábært tímabil í fyrra og vann sér sæti í enska landsliðinu. Hann hefur verið hjá Burnley síðan 2013.

Nick Pope kom inn á fyrir Heaton gegn Palace og mun væntanlega verja mark Burnley næstu mánuðina.

Danski markvörðurinn Andreas Lindegaard, sem var á sínum tíma á mála hjá Manchester United, hefur æft með Burnley í vikunni og líklegt þykir að félagið semji við hann. Daninn hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Preston í sumar.

Burnley tekur á móti Liverpool í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.


Tengdar fréttir

Fjórir tapleikir í röð hjá Palace sem hefur enn ekki skorað mark

Það gengur gjörsamlega ekkert hjá Crystal Palace þessa dagana en liðið tapaði 0-1 gegn Burnley á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í dag. Er þetta fjórði ósigur Crystal Palace í röð sem hefur ekki enn skorað í deildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×