Erlent

Utanríkisráðherra Noregs segir af sér

Samúel Karl Ólason skrifar
Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs.
Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Vísir/EPA
Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs, hefur sagt af sér embætti. Hann mun þess í stað taka við stöðu yfirmanns Alþjóðaefnahagsráðsins. Ekki liggur fyrir hver mun setjast í ráðherrastól í stað hans en hann verður ráðherra áfram þar til um miðjan október.

„Það hafa verið forréttindi að vera utanríkisráðherra í fjögur krefjandi og spennandi ár,“ sagði Brende á blaðamannafundi í morgun samkvæmt frétt VG.

Brende sagðist hafa tekið ákvörðunina í síðustu viku og að hann hafi viljað tilkynna það sem fyrst. 

Erna Solberg, forsætisráðherra, var einnig á blaðamannafundinum. Þakkaði hún Brende fyrir störf sín og óskaði honum velfarnaðar í nýju starfi.

Kosningum í Noregi er nýlokið og stjórnarmyndunarviðræður í gangi.


Tengdar fréttir

„Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“

Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld.

Mjótt á mununum í Noregi

Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina.

Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi

Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×