Enski boltinn

Upphitun: Kemur fyrsti sigur Bournemouth í kvöld?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fimmta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í kvöld með leik Bournemouth og Brighton. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í efstu deild.

Bournemouth hefur farið hræðilega af stað á tímabilinu og tapað öllum fjórum leikjum sínum. Ef Bournemouth tapar í kvöld verður það fjórða liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur tímabil með því að tapa fimm fyrstu leikjum sínum.

Brighton tapaði fyrstu þremur leikjum sínum en vann góðan 3-1 sigur á West Brom í síðustu umferð. Það var fyrsti sigur Brighton í efstu deild í 34 ár.

Þjóðverjinn Pascal Gross kom að öllum þremur mörkum Brighton gegn West Brom; skoraði tvö og lagði það þriðja upp.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×