Erlent

Sænskum stjórnmálamanni nauðgað vegna skoðana hans

Samúel Karl Ólason skrifar
Enginn hefur verið handtekinn en árásin er til rannsóknar.
Enginn hefur verið handtekinn en árásin er til rannsóknar. Vísir/Getty
Sænskur stjórnmálamaður segir að honum hafi verið hótað með hnífi og nauðgað vegna stjórnmálaskoðana hans. Patrik Liljeglod, formaður Vinstri Flokksins í Falun í Svíþjóð sagði frá árásinni á Facebook og á borgarráðsfundi í Falun í gær.



Hann sagði árásarmanninn hafa nauðgað sér vegna þess að hann væri „vinstri sinnuð tussa“ og að hann væri „svikari“. Í samtali við SVT segir lögreglan að málið sé til rannsóknar en enginn hafi verið handtekinn. Árásinn átti sér stað í júlí.



Liljeglod segir að hann hefði helst viljað halda árásinni leyndri og segja engum frá henni. Hins vegar hefði honum fundist hann tilneyddur til þess að segja frá henni vegna þess á árásin hefði verið gerð af pólitískum ástæðum.

Þá sagðist hann ekki ætla að gefast upp og berjast af meiri krafti fyrir skoðunum sínum og áherslum.

„Ekkert er mikilvægara en lýðræði. Fólk deyr á degi hverjum til að vernda lýðræði og þau réttindi sem við höfum erft frá foreldrum okkar. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir þeim.“

Samkvæmt frétt BBC segir lögreglan að ef árásin hafi verið gerð vegna stjórnmálaskoðana Liljeglod, sé um hatursglæp að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×