Erlent

Hundruð lögregluþjóna leita að árásarmanninum

Samúel Karl Ólason skrifar
Tuttugu og tveir voru fluttir á sjúkrahús og eru flestir þeirra með brunasár. Einhverjir munu hafa slasast í troðningi eftir sprenginguna.
Tuttugu og tveir voru fluttir á sjúkrahús og eru flestir þeirra með brunasár. Einhverjir munu hafa slasast í troðningi eftir sprenginguna. Vísir/AFP
Hundruð lögregluþjóna og starfsmenn annarra öryggisstofnanna leita nú að aðilanum sem kom sprengju fyrir í lest í London í morgun. Sprengjan, sem mun hafa verið tímastillt, sprakk við lestarstöðina Parsons Green, en grunur leikur á að hún hafi ekki virkað að fullu.

Tuttugu og tveir voru fluttir á sjúkrahús og eru flestir þeirra með brunasár. Einhverjir munu hafa slasast í troðningi eftir sprenginguna.

Samkvæmt frétt BBC hefði skaðinn orðið mun meiri ef sprengjan hefði virkað eins og henni var ætlað.

Talið er að sprengjan hafi ekki virkað sem skildi.Vísir/AFP
Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar, sem lögreglan segir að hafi verið hryðjuverk, en mikil áhersla er lögð á að handsama árásarmanninn og mögulega félaga hans áður en hann/þeir hafa tíma til að gera aðra árás.

Sky News segja þó að lögreglan sé búin að bera kennsl á árásarmanninn eftir að hafa horft á upptökur úr öryggismyndavélum lestakerfisins.

Viðvörunarstig yfirvalda í Bretlandi er enn í næst hæstu flokkun og segir Theresa May, forsætisráðherra, að það muni vera þar áfram en þó er opið að breyta því síðar.

Þá gagnrýndi hún tíst Donald Trump um árásina og sagði það ekki hjálpa að hann væri að velta vöngum yfir yfirstandandi rannsókn.

Sjá einnig:Sprenging í lestakerfi London

Lögreglan í Birmingham handtók í dag mann sem var vopnaður hnífi fyrir utan lestastöð þar í borg. Sú handtaka er þó sögð hafa tengst fíkniefnum en ekki árásinni í London.

Þetta er fimmta hryðjuverkaárásin í Bretlandi á þessu ári. Alls hafa 36 látið lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×