Erlent

Réðst á tvær konur með hamri

Samúel Karl Ólason skrifar
Málið er rannsakað sem hryðjuverk en yfirvöld útiloka ekki að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða.
Málið er rannsakað sem hryðjuverk en yfirvöld útiloka ekki að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Vísir/AFP
Tvær konur eru særðar eftir að karlmaður réðst á þær með hamri í bænum Chalon-sur-Saone í Frakklandi í dag. Maðurinn er sagður hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á meðan hann barði konurnar með hamrinum.

Málið er rannsakað sem hryðjuverk en yfirvöld útiloka ekki að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða. Þetta kemur fram í frétt Reuters, en maðurinn hefur ekki verið handsamaður enn.

Þá réðst maður vopnaður hnífi á hermann á götum Parísar. Hermaðurinn yfirbugaði manninn án þess að hljóta sár en maðurinn var ekki kunnugur yfirvöldum í Frakklandi. Samkvæmt frétt The Local í Frakklandi er málið einnig rannsakað sem hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×