Erlent

Vildu fá prest framseldan vegna barnakláms

Samúel Karl Ólason skrifar
Í stað þess að framselja prestinn ætla yfirvöld Vatíkansins að framkvæma eigin rannsókn
Í stað þess að framselja prestinn ætla yfirvöld Vatíkansins að framkvæma eigin rannsókn Vísir/GEtty
Háttsettur prestur, sem starfar í sendiráði Vatíkansins í Washington DC, hefur verið kallaður heim eftir að Bandaríkin fóru fram á að geta ákært hann vegna barnaklámsrannsóknar. Presturinn var grunaður um að búa yfir barnaklámi, en ekki skapa né dreifa því, samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar.



Vatíkanið vill ekki segja hver presturinn er en hann heldur nú til þar. Í stað þess að framselja hann ætla yfirvöld Vatíkansins að framkvæma eigin rannsókn og hafa farið fram á þau sönnunargögn sem yfirvöld í Bandaríkjunum telja sig hafa í málinu.

Nú standa yfir málaferli gegn kardínálanum George Pell í Ástralíu fyrir kynferðisbrot.

Sjá einnig: Þriðji æðsti maður Vatíkansins ákærður fyrir kynferðisbrot

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafði óskað þess að friðhelgi prestsins yrði afnumin þann 21. ágúst en þeirri beiðni var hafnað þremur dögum síðar. Samkvæmt AP eru slík skref einungis tekin ef saksóknarar telja miklar líkur á sakfellingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×