Erlent

Vilja svipta Katalóníu fjárræði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Yfirvöld í Katalóníuhéraði á Spáni hafa frest þangað til á sunnudag til að hætta við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
Yfirvöld í Katalóníuhéraði á Spáni hafa frest þangað til á sunnudag til að hætta við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Vísir/Getty
Yfirvöld í Katalóníuhéraði á Spáni hafa frest þangað til á sunnudag til að hætta við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Annars mun héraðið verða svipt völdum yfir eigin fjárhag. Þetta tilkynnti Cristóbal Montoro, fjármálaráðherra Spánar, í gær en spænska ríkisstjórnin lítur á atkvæðagreiðsluna sem ólöglega.

Katalónska þingið samþykkti á dögunum að efna til atkvæðagreiðslu í héraðinu um sjálfstæði frá Spáni og benda skoðanakannanir til þess að mjótt sé á munum. Atkvæðagreiðslan á að fara fram þann 1. október næstkomandi.

Stuðningsmenn Carles Puigdemont, forseta Katalóníu, hræðast hins vegar ekki afarkosti Spánverja. Á stuðningsmannafundi í gær hrópuðu þeir „sjálfstæði“, „við munum kjósa“ og „við erum óhrædd“, að því er AFP greinir frá.

Sjálfur hvatti Puigdemont sem flesta til þess að kjósa. „Kjósið, og með því munuð þið leiða Katalóníu út úr margra ára myrkri.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×