Erlent

18 ára maður handtekinn vegna árásarinnar í Lundúnum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Lögregla hefur leitað árásarmannsins frá því í gær.
Lögregla hefur leitað árásarmannsins frá því í gær. Vísir/Getty
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa staðfest að 18 ára maður hefur verið handtekinn í tengslum við sprengjuárás sem gerð var í Parsons Green neðanjarðarlestarstöðinni í Lundúnum í gær. 

Maðurinn var handtekinn í Dover og er nú í haldi lögreglu. 



Uppfært kl. 10:45

Maðurinn sem handtekinn var í tengslum við árásina hefur ekki verið nafngreindur enn. Hann var handtekinn af lögreglu í Kent-umdæmi. Maðurinn er í haldi á lögreglustöð í Dover en verður fluttur til Lundúna síðar í dag.

Viðbúnaðarstig var hækkað í kjölfar árásarinnar og hafa lögregluyfirvöld í Lundúnum tilkynnt að það verði ekki lækkað aftur þrátt fyrir handtökuna.

The Guardian greindi frá því í morgun að grunur leiki á að sprengjan sem notuð var í árásinni hafi innihaldið efni sem kallast TATP sem gengur einnig undir nafninu „Móðir Satans“. Um er að ræða sama efni og var notað í hryðjuverkaárásunum í borginni þann 7. júlí 2005 sem urðu 52 að bana.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×