Enski boltinn

Morata: United vildi fá mig

Dagur Lárusson skrifar
Morata fagnar marki sínu gegn Leicester á dögunum.
Morata fagnar marki sínu gegn Leicester á dögunum. Vísir/getty
Alvaro Morata, leikmaður Chelsea, segir að Manchester United reyndi að fá sig til liðs við sig í sumar og hafi komið með tilboð.

Eins og vitað er endaði Morata hjá Chelsea og hefur hann byrjað frábærlega fyrir Lundúnarliðið.

„Ég var með nokkur tilboð í sumar, og ekki aðeins frá Chelsea heldur frá Manchester United einnig. Ég var líka með fleiri tilboð frá öðrum deildum.“

„Besta og mikilvægasta samtalið sem ég átti var samtal mitt við Conte. Hann vildi virkilega fá mig hingað.“

„En í byrjun sumars þá vissi ég ekki að Chelsea hefði áhuga á mér, ég hélt að þeir væru á eftir öðrum framherjum eins og t.d. Lukaku eða einhverjum öðrum. Ég hélt að Chelsea væri ekki möguleiki.“

Morata segir að hann vildi alltaf fara til Chelsea og hann hafi rætt það við Conte síðasta sumar.

„Þegar ég talaði við Conte síðasta sumar þá sagði ég við hann að Chelsea væri liðið sem ég vildi ganga til liðs við ef ég færi frá Real Madrid.“


Tengdar fréttir

Morata: Ég þarf meiri tíma

Spánverjinn Alvaro Morata vill fá meiri tíma til þess að aðlagast ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×