Erlent

Sprengingin í Lundúnum: Svæði rýmd vegna húsleitar

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
18 ára maður var handtekinn í morgun vegna árásarinnar.
18 ára maður var handtekinn í morgun vegna árásarinnar. Vísir/AFP
Vopnaðir lögregluþjónar hafa rýmt íbúðarhús og afgirt svæði á hundrað metra radíus í Sunbury við Thames-á. Fjölmennt lögreglulið er nú við húsleit á svæðinu. Um 200 íbúum var gert að yfirgefa heimili sín og halda þeir nú til í húsnæði rugby-félags í bænum.

Aðgerðir lögreglu tengjast sprengingunni við Parsons Green lestarstöðina í Lundúnum í gær. Viðmælendur breska blaðsins Guardian sögðu að íbúum hefði verið gert að yfirgefa svæðið með hraði og hefðu eina mínútu til þess að grípa nauðsynjar og fara burt.

Tildrög aðgerðanna er handtaka 18 ára karlmanns í bænum Dover í suðvesturhluta Englands í morgun. Samkvæmt talsmanni Scotland Yard er um „fyrirbyggjandi aðgerð að ræða.“

Viðbúnaðarstig var hækkað í gærkvöldi í Lundúnum vegna sprengingarinnar og hefur það ekki verið lækkað á nýjan leik þrátt fyrir handtökuna í morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×