Erlent

Annar í haldi vegna árásarinnar í London

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi árásarinnar.
Frá vettvangi árásarinnar. Vísir/EPA
Annar karlmaður hefur verið handtekinn vegna tengsla við sprengjuárás sem gerð var í Parsons Green neðanjarðarlestarstöðinni í London á föstudag. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Maðurinn er 21 árs gamall en hann var handtekinn í Hounslow, í vesturhluta London, í nótt og er nú í varðhaldi. Þrjátíu manns særðust í árásinni.

Átján ára karlmaður var þegar í haldi lögreglunnar í London vegna rannsóknar málsins.

The Guardian hefur greint frá því að grunur leiki á að sprengjan sem notuð var í árásinni hafi innihaldið efni sem kallast TATP sem gengur einnig undir nafninu „Móðir Satans“. Um er að ræða sama efni og var notað í hryðjuverkaárásunum í borginni þann 7. júlí 2005 sem urðu 52 að bana. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×