Erlent

Þrír maraþonhlauparar urðu fyrir eldingu í Kaupmannahöfn

Anton Egilsson skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Vísir/Getty
Hið árlega Kaupmannahafnarhálfmaraþon fór fram í dag en blása þurfti hlaupið af vegna rafmagnsleysis áður en stór hluti keppanda komst í mark. Þrumuveður skall á í borginni á meðan hlaupinu stóð en lögregla hefur staðfest að þrír hlauparar séu slasaðir eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Fréttaveitan Berlingske greinir frá þessu. 

Í tilkynningu á heimasíðu hlaupsins segir að hlaupinu hafi verið aflýst öryggisins vegna auk þess sem að þeim tilmælum er beint að bæði keppendum og áhorfendum að koma sér heim hið snarasta. Vegna rafmagnsleysins er ekki hægt að staðfesta hlaupatími keppanda en vonast er til að þess að greitt verði úr því sem fyrst.

Þegar ákvörðun var tekinn um að blása hlaupið af hafði hluti keppanda þegar komið í mark en einn þeirra er Hinrik Árni Wöhler, námsmaður í Danmörku. Í samtali við Vísi segir hann aðstæður í hlaupinu hafa verið ansi erfiðar. 

„Hlaupið var virkilega skemmtilegt, góð leið í fallegu umhverfi í hjarta Kaupmannahafnar. En eftir 90 mínútur byrjaði heldur betur að rigna og þrumur og eldingar létu sjá sig.“

Það hafi í kjölfarið legið við að hann þyrfti að stinga sér til sunds á lokakaflanum.  

„Það má segja að þetta hafi breyst úr götuhlaupi yfir í tvíþraut, hlaup og sund. Fyrstu 20 kílómetrarnir voru virkilega góðir, 15 gráður og lítill vindur. Hins vegar var síðasti kílómeterinn eins og að vaða í Krossánni. Það má því segja að veðurguðirnir hafi ekki verið hliðhollir hlaupurum þarna á lokasprettinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×