Erlent

Viðbúnaðarstig lækkað í Bretlandi

Anton Egilsson skrifar
Frá vettvangi sprengjuárásarinnar.
Frá vettvangi sprengjuárásarinnar. Vísir/EPA
Viðbúnaðarstig í Bretlandi hefur verið lækkað úr hæsta stigi í það næstefsta. Viðbúnaðarstig var hækkað í hæsta stig á föstudag í kjölfar sprengjuárásarinnar á Parsons Green neðanjarðarlestarstöðinni í London þar sem 30 einstaklingar særðust. Sky greinir frá þessu. 

Sjá: Sprenging í Lestarkerfi London

Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, greindi frá þessu í dag en hún sagði að hermenn muni á næstu dögum hverfa aftur til hefðbundinna skyldna.

Rannsókn málsins er enn í fullum gangi en tveir menn hafa verið handteknir vegna gruns um aðild að málinu, annar 18 ára en hinn 21 árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×